Heilbrigðisráðherra hefur nú birt reglugerð varðandi opinberar sóttvarnaaðgerðir innanlands vegna COVID-19 frá og með 10. desember 2020 til 12. janúar 2021. Hér má sjá sóttvarnarreglur JSÍ sem uppfærðar voru 12.10.2020.

Sóttvarnar reglur JSÍ vegna Covid-19 uppf. 10.12.2020

Það helsta sem þarf að athuga í nýjustu uppfærslu reglnanna eru eftirfarandi atriði:

  • Íþróttaæfingar einstaklinga sem fæddir eru 2004 og fyrr eru heimilar með og án snertingar í íþróttum innan ÍSÍ í efstu deild.
  • Æfingar afreksfólks í einstaklingsbundnum íþróttum eru heimilar.
  • Æfingar sem krefjast snertingar innan bardagaíþrótta eru þó ekki heimilar.

Íþróttir almennings: Öllum er heimilt að stunda skipulagðar æfingar utandyra sem krefjast ekki snertingar.