24. febrúar tekur gildi ný reglugerð um samkomutakmarkanir og er gildistími til 17. mars,- eða þar til annað er ákveðið- sjá nánar hér.

Helstu breytingar varðandi íþróttastarfið í landinu er að nú verður heimilt að hafa áhorfendur aftur á íþróttakappleikjum, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

Ef setið er á viðburðinum þá þarf að uppfylla öll eftirfarandi skilyrði:

  • Heimiluð nándarmörk milli ótengdra aðila eru nú 1 metri, að uppfylltum skilyrðum.
  • Gestir/áhorfendur mega ekki sitja andspænis hver öðrum nema meira en tveir metrar séu á milli þeirra.
  • Þátttaka allra gesta/áhorfenda skal skráð þar sem fram kemur nafn, kennitala og símanúmer.
  • Allir skulu nota andlitsgrímu.
  • Koma verður, eins og kostur er, í veg fyrir hópamyndanir, jafnt fyrir og eftir viðburð og í leikhléi.

Reglur JSÍ um samkomutakmarkanir 24.2.2021