Grand slam Tel Aviv mun hefjast á morgun og stendur það yfir í þrjá daga þ.e.18-20 febrúar. Sveinbjörn Iura mun keppa í -81 kg flokknum þann 19.febrúar. Þátttakendur eru 422 frá 60 þjóðum, 248 karlar og 174 konur. Keppendur í -81 kg flokknum eru 39, hér má sjá dráttinn flokki Sveinbjörns. Sveinbjörn drógst gegn Stuart McWatt sem er í 54. Sæti heimslistans. Keppni mun hefjast kl.10:30 þ.e. 8:30 að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu hér.Upplýsingar um glímuröð munu birtast hér þegar nær dregur