Sveinbjörn Iura keppti í dag á Tel Aviv Grand Slam í -81 kg flokki. Sat hann hjá í fyrstu umferð en mætti svo Bretanum Stuart Mcwatt sem einnig hafði setið hjá. Viðureignin fór hratt af stað og náði Mcwatt að stýra gripabaráttuni og sótti stíft að Sveinbirni og var bæði hættulegur jafnt standandi og í gólfinu. Sveinbjörn sótti lítið í upphafi glímunar og fékk fyrir vikið refsistig fyrir sóknarleysi. Um miðbik viðureignarinnar komst Sveinbjörn betur inn í glímuna og náði að sækja að Mcwatt en tókst ekki að skora. Þegar um tvær mínútur voru eftir tókst Mcwatt að skora wassari. Eftir pakkaði hann í vörn og náði að að halda sínu þrátt fyrir mikla pressu frá Sveinbirni. McWatt mætti næsti Sami Couchi frá Belgíu og sigrðai hann sem áður hafði sigrað Saki Muki sem er í öðru sæti heimslista IJF. McWatt endaði í 5.sæti. Hér má sjá glímu Sveinbjörns og McWatt og nánari úrslit mótsins.