Grand Slam Antalya hefst á morgun og stendur yfir í þrjá daga þ.e.a.s. 1-3 april. Þátttakendur eru 465 frá 5 heimsálfum og 93 þjóðum, 281 karlar og 195 konur  Sveinbjörn Iura sem er í 64. sæti heimslista IJF í -81 kg flokki verður á meðal keppenda en faðir hans og þjálfari Yoshihiko Iura er honum til aðstoðar. Keppt er í –81 kg flokknu, 2.apríl. Dregið var í dag og mætir Sveinbjörn, Hievorh Manukian frá Úkraínu í fyrstu umferð. Manukian er í 196. sæti heimslista IJF.

Mótið hefst kl 7:00 að morgni fimmtudags 1. apríl en keppni í -81kg flokknum hefst kl 07:45  þann 2. apríl. Mótið verður í beinni útsendingu . Til að fylgjast með í beinni þarf að hafa (IJF account) og er hann frír og notast aftur og aftur. Hér er keppnisröðin og drátturinn.