Tbilisi Grand Slam 2021 hefst á morgun föstudaginn 26. mars og stendur í þrjá daga. Sveinbjörn Iura sem er í 72 sæti heimslistans verður á meðal þátttakenda en faðir hans og þjálfari Yoshihiko Iura er honum til aðstoðar. Þátttakendur eru 465 frá 5 heimsálfum og 80 þjóðum, 253 karlar og 212 konur.

Sveinbjörn keppir næsta laugardag í 81 kg flokki en það er næst fjölmennasti flokkurinn á mótinu og eru keppendur þar fjörtíu og fimm. Þann dag hefst mótið kl. 6:00 á okkar tíma. Dregið var í dag og mætir Sveinbjörn keppanda frá Grikklandi Theodoros Demourtsidis sem er í 419. sæti heimslistans. Þegar þetta er skrifað er ekki búið að birta keppnisröð en verður hún birt hér um leið og upplýsingar berast. Mótið verður í beinni útsendingu og fyrsti keppnisdagurinn á morgun fimmtudag og hefst kl. 5:30 á okkar tíma. Til að fylgjast með í beinni þarf að hafa (IJF account) og er hann frír og notast aftur og aftur. Hér er keppnisröðin og drátturinn. Góða skemmtun.