Vekjum athygli á breytingum gráðu og mótareglna.

Gráðureglur JSÍ/Gráðuprófdómari – nýtt gr. 1.6

Á ársþingi JSÍ um helgina voru samþykktar breytingar gráðureglunum og snúa þær annarsvegar að gr. 3.1 og 3.2 þar sem fjölgað er mótum sem telja fyrir 1 og 2. dan og hinsvegar að gr. 1.6 en þar er komið inn meðal annars að Gráðuprófdómari er útnefndur af tækniráði og gildir sú útnefning í tvö.

Áður en judomaður (judoka) verður settur gráðunarprófdómari þarf viðkomandi að hafa náð 21 árs aldri, hafa að lágmarki gráðuna 1. dan og hafa sótt og staðist námskeið fyrir gráðuprófdómara.

Til stendur að halda gráðuprófdómara námskeið sem allra fyrst og verður Tækniráð í sambandi við judoklúbba vegna þess. Ef áætlað var hjá ykkur að gráða á næstunni þá vinsamlegast snúið ykkur til tækniráðs vegna þess.

Breyting á 6. gr.mótareglna, sjá tvær neðstu málsgreinar.

Í einstaklingskeppni í aldursflokkum U13 og U15 mega stúlkur keppa með drengjum og öfugt ef vantar mótherja í þeirra þyngdarflokk og blanda saman U13 og U15 af sömu ástæðu.

Í undantekningartilfellum má keppandi í aldursflokkum U13/U15 keppa einum aldursflokki fyrir ofan sig þ.e. eldri aldursflokki ef ekki er keppni fyrir hann í hans aldursflokki en einungis með leyfi og á ábyrgð þjálfara hans og leyfi mótsstjóra.