Heilbrigðisráðherra gaf út reglugerð sem tók gildi 15. apríl og gildir til 5. maí nk.
Með henni eru gerðar verulegar tilslakanir á íþróttastarfi á ný og verður aftur opnað fyrir starfsemi sundstaða og líkamsræktarstöðva, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.  
Helstu breytingar í reglugerð heilbrigðisráðherra sem snerta íþróttastarfið eru eftirfarandi:

• Íþróttaæfingar og -keppnir barna og fullorðinna verða heimilar og hámarksfjöldi þátttakenda miðast við 50 manns í rými. Heimilt verður að hafa allt að 100 áhorfendur á íþróttaviðburðum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem lúta að skráningu, eins meters nándarmörkum á milli ótengdra aðila og grímuskyldu. Einungis er heimilt að hafa tvö sótthólf fyrir að hámarki 100 áhorfendur í hvoru hólfi, á íþróttaviðburðum.

Hér má sjá sóttvarnarreglur JSÍ:

Reglur JSÍ um samkomutakmarkanir 15.4.2021