Íslandsmeistaramót 2021 yngri flokka verður haldið í Reykjavík 29. maí. Mótið mun fara fram í Ármanni og keppt í flokkum U13, U15, U18 og U21.

Hér neðar má sjá nánari upplýsingar.

Íslandsmeistaramót JSÍ 2021 Yngri

Stefnt er að því að streyma mótinu beint. Það er þó gert með fyrirvara að hægt verði að ná góðu netsambandi.

Bein útsending frá ÍM Yngri

Vegna þess að það fer fram fótboltaleikur fram hjá Þrótti á laugardaginn er ætlast til þess að við notum annan inngang en vanalega (sjá mynd að neðan).