Judosamband Íslands og íþróttafræðadeild HR auglýsa kostaða meistaranámsstöður. Umsóknarfrestur er til 15. Maí 2021 og mun nemandi hefja nám strax á haustönn, samkv. Skóladagatali.

Laus er til umsóknar námsstaða í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun (MsC) við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Staðan er kostuð af Háskólanum í Reykjavík og Judosambandi Íslands (JSÍ) og mun nemandinn ekki greiða skólagjöld meðan námstíma stendur. Skuldbindingar nemenda eru eftirfarandi:

Nemandi skuldbindur sig til að gera meistaraverkefni sem tengist líkamlegri getu og sálrænni færni landsliðsfólks í judo. Nemandi skrifar lokaritgerð í nánu samstarfi við leiðbeinanda (akademískan starfsmann HR), þjálfarateymi landsliðsins og JSÍ.

Nemandi skuldbinur sig til þess að sjá um mælingar á landsliðum í judo undir handleiðslu þjálfarateymis landsliðanna og kennara íþróttafræðideildar HR á meðan námstíma stendur.

JSÍ og þjálfarateymi þeirra geta óskað eftir því að nemandi sjái um ráðgjöf er varðar líkamlega þjálfun fyrir landsliðsmenn. Slík ráðgjöf yrði alltaf í nánu samstarfi við þjálfarateymi og undir handleiðslu kennara íþróttafræðideildar HR.

Nemandi leitast eftir því að vinna eins mörg verkefni á námstíma og mögulegt er í tengslum við landslið JSÍ og veita þjálfarateymi aðgang að verkefnum sínum. Dæmi um slíkt væri að gera frammistöðugreiningu á Judolandsliðinu í námskeiðinu Frammistöðugreining í íþróttum.

Umsóknir og fyrirspurnir skulu berast á tölvupósti til: hafrun@ru.is og hjaltio@ru.is