Íslandsmeistaramót 2021 yngri fór fram í dag og var keppt í aldursflokkum U13, U15, U18 og U21 árs. Keppendur voru um 60 úr sjö félögum. Mótið var nokkru minna í sniðum miðað við seinast þegar það var haldið 2019, en mótið var fellt niður í fyrra sökum Covid-19 veirufaraldrarins. Engu að síður var keppnin spennandi og jöfn mikið um glæsileg tilþrif. JSÍ óskar öllum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þakkar jafnframt starfsmönnum mótsins og öllum öðrum sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd þess.
Hér eru úrslit mótsins.

Hér má sjá myndir af verðlaunahöfum mótsins