9. Júní mun Sveinbjörn Iura keppa á Heimsmeistaramótinu í Budapest. Þetta er fyrsta mót Sveinbjörns eftir að hafa stigið upp úr veikindum, en hann greindist með Covid-19 veiruna í byrjun apríl. Sveinbjörn keppir í -81kg flokki en dregið var saman í flokka í gær 5. Júní. Sveinbjörn mætir Sungho Lee sem er í 26. sæti heimslista IJF. Besti árangur Lee á árinu er 3. sæti á Kazan Grand Slam í maí og 5. sæti á Asíumeistaramótinu í apríl.

Keppni 9. Júní mun hefjast kl 8 að íslenskum tíma. Sveinbjörn á aðra glímu á velli 2. Hér er hægt að sjá glímuröðina.

Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu, en  til þess að fylgjast með í beinni þarf að hafa (IJF account) og er hann frír og notast aftur og aftur.

Upplýsingar um mótið:

Bein útsending

Opinber heimasíða HM 2021