Á morgun 7. Júní hefst heimsmeistarmótið í Júdó 2021, en mótið fer fram að þessu sinni í Budapest. HM er stærsta mótið á þessu ári og einnig það  þýðingarmesta í úrtökuferlinu fyrir Ólympíuleikanna. Jafnframt er Þetta síðasta mótið í úrtökuferlinu fyrir leikanna 2021.

Sveinbjörn Iura -81kg keppir fyrir Íslands hönd en landsliðsþjálfari er Jón Þór Þórarinsson. Sveinbjörn mun keppa þann 9 júní. Seinna í dag, Þann 6. júní verður dregið og mun þá ráðast hvaða mótherja Sveinbjörn mun mæta í fyrstu umferð. Mótið mun hefjast kl 10 að Ungverskum tíma eða kl 8 að íslenskum íslenskum tíma.

Hægt er að fylgjast með mótinu í beinni útsendingu, en  til þess að fylgjast með í beinni þarf að hafa (IJF account) og er hann frír og notast aftur og aftur.

Upplýsingar um mótið:

Bein útsending

Opinber heimasíða HM 2021