Dagana 24-26 september verða æfingabúðir á vegum JSÍ á Hellu. Æfingabúðirnar munu saman standa af randori og sértækum þrekæfingum fyrir judo. Æfingabúðirnar eru ætlaðar fyrir iðkenndur í U18 U21 og seniora flokkum. Eldri judomenn eru einnig hjartanlega velkomnir.

Gist er í Árhúsum á Hellu og er gisting í boði JSÍ fyrir þátttakendur og er morgunmatur innifalinn í gistingu.

Æfingar fara fram í íþróttamiðstöð Hellu

Bornar verða fram veitingar á veitingastað Árhúsa

Hver og einn sér um að koma sér til og frá staðnum svo menn ættu að tala saman og sameinast í bílum. Mikilvægt er að þátttakendur hafi meðferðis minnst tvo hreina judobúninga.

Skráningafrestur er 17. september. og skal senda inn skráningu á jsi@jsi.is

Dagskrá

Föstudagur 24. september

16:00-19:00     Mæting

19:00-20:30     Judoæfing

21:00 – 22:00   Kvöldmatur, verð 2400 kr

Laugardagur 25. september

07:00-09-00     Morgunmatur

09:30-11:30     Judoæfing

12:00-13.00     Hádegismatur, verð 2400kr

17:00-19:00     Judoæfing

19:30-21:00     Kvöldmatur, verð 3400kr.

21:00               Kvöldvaka (fundarsal Árhúsa)

Sunnudagur 27. september

09:30-11:30     Judoæfing

12:00-13:00     Hádegismatur, verð 2400kr

14:00-16:00     Judoæfing

Senda má fyrirspurnir á jsi@jsi.is