Opna finnska mótið (Finnish Judo Open) fór fram 30. Október síðast liðinn, En 19 íslenskir keppendur voru skráðir til leiks í 30 flokkum. Alls unnust fern silfuverðlaun og tólf bronsverðlaun. Í flokki Seniora vann Ingólfur Röngvaldsson til silfurverðlauna í -66kg flokki en aðrir verðlaunahafar í senioraflokki voru þau Ingunn Sigurðardóttir -70kg, Árni Lund -81kg og Matthías Stefánsson -90kg, unnu þau öll til bronsverðlauna. Í U21 aldusflokki unnust fern bronsverðlaun, en verðlaunhafar voru þeir Ingólfur Rögnvaldsson -66kg, Kjartan Hreiðarsson -73kg, Andri Ævarsson -81kg og Matthías Stefánsson -90kg. Í U18 aldursflokki voru þau Aðalsteinn Björnsson -66kg, Helena Bjarnadóttir -70kg, og Jakub Tomczyk -81kg með bronsverðlaun. Í aldursflokki U15 unnust þrenn silfurverðlaun, Romans Psenicnijs -60kg, Elias Þormóðsson -46 og Helena Bjarnadóttir +63kg. Einnig vannst til bronsverðlauna í U15 og voru það þau Weronika Komandera í -52kg og Mikael Ísaksson -66kg. Daníel Dagur Árnason varð skráður til leiks í -60 kg í U21 en fékk ekki keppni í þeim flokki og neyddist því að færa sig upp um flokk. Daníel náði ekki að ljúka keppni þar sem hann varð frá að hverfa vegna hálsmeiðsla. Einnig þurfti Weronika Komandera að hætta við keppni í U18 -52kg vegna meðsla en hún hafði unnið til verðlauna í U15 fyrr um daginn.

Hér má finna öll úrslit mótsin hér að neðan má finna myndir af verðlaunahöfum mótsins.