Fjölmennur hópur íslenskra keppenda lagði af stað í dag til Finnlands til þess að  taka þátt í Opna finnska meistaramótinu sem fram fer í Turku þann 30. Október. Keppendur eru nítján talsins frá fjórum félögum JR, ÍR, UMFS og KA. Þjálfarar eru þeir Bjarni Skúlason, Egill Blöndal og Þormóður Jónsson sem jafnframt er fararstjóri. Marija Dragic Skúlason er einnig með í för en hún mun dæma á mótinu. Í heildina eru þátttakendur um tvöhundruð, en flestir þeirra eru frá Finnlandi en einnig eru keppendur frá Eistlandi, Letlandi, Rússlandi og Svíðjóð. Keppt er í U15, U18, U21 og Seniora flokkum en fylgjast má með úrslitum mótsins hér.

Íslenski hópurinn á Opna finnska 2021