Haustmót JSÍ 2021 var haldið í Grindavík 2. Október s.l. keppendur voru 48 manns frá 8 kúbbum en keppt var í aldursflokkum U13,U15,U18;U21 og Seniora. UMFG sá til þess að umgjörð mótsins var með besta móti og sama má segja um dómgæslu mótsins sem var höndum þeirra Björns Sigurðarsonar, Daníels Ólasonar, Marija Dragic Skúlason og Sævars Sigursteinssonar.Mikið var af spennandi viðeignum og flottum tilþrifum, hvort sem það voru ippon köst eða lásar eða hengingar í gólfinu.Vert er að minnast á að Hannes Sigmundsson, KA, sem keppti í U21 varð frá að hverfa vegna meiðsla. Hannes hafði þá sigrað allar sínar viðureignir þegar meiðslin tóku sig upp og átti hann aðeins eina eftir. Samkvæmt alþjólegum reglum varð að þurka út allar hans glímur og færðust aðrir keppendur því upp um sæti samkvæmt því. Vegna innsláttarvillu í tölvu voru röng úrslit tilkynnt á mótinu en hefur það nú verið leiðrétt.

Hér má sjá Úrslit mótsins

Hér má sjá beinu útsendingu mótsins

Myndir frá Haustmóti JSÍ 2021

Verðlaunahafar Haustmóts JSÍ 2021