Sveitakeppni Judosambands Íslands var haldin í Judofélagi Reykjavíkur 19. nóv. Keppnin hefur verið haldin frá árinu 1974 og var þetta því í 45 skiptið sem keppnin fór fram, en þrisvar á þessu tímabili hefur þurft að fella hana niður. Tvisvar vegna veðurs, og svo 2020 vegna Covid veirufaraldrarins.

Þrjár sveitir voru skráðar til leiks í sveitakeppni karla og voru það A, B og C sveitir JR (Judofélags Reykjavíkur. Keppt var í einum riðli og allir kepptu við alla. Sveit JR A endaði með 10 vinninga og hlaut  100 tæknistig og stóð uppi sem sigurvegari. Er þetta áttunda skiptið í röð sem sveit JR sigrar sveitakeppnina, en í heildina hefur JR unnið 20 sinnum og tekur þar með fram úr Judodeild Ármanns sem hefur unnið 19 sinnum frá upphafi. Í öðru sæti hafnaði sveit JR B með 5 vinninga og 50 tæknistig.

Í flokki U21 karla voru tvær sveitir skráðar til leiks. Voru það A og B sveitir JR. Sigraði sveit JR A með 3 vinningum og 30 tæknistigum gegn 1 vinning og 10 tæknistigum. Í flokki U18 drengja voru einnig einungis tvær sveitir, sveit JR A og B. Sigraði sveit JR A 4 vinningum og 40 tæknistigum gegn 1 vinningum og 10 tæknistigum.

Í flokki drengja U15 mætust A, B sveitir JR. Var keppni  sveitanna jöfn en sveit JR A sigraði með 3 vinngum og 30 tæknistigum gegn 2 vinningum og 20 tæknistigum sveit JR B.

Hér fyrir neðan má sjá riðla og viðureignir mótsins og myndir af sigursveitum mótsins.

Karlasveit –  viðureignir
Karlar U21 –  viðureignir
Karlar U18 –  viðureignir
Drengir U15 – viðureignir

Sigursveit í karlaflokki. JR-A Karla
Sigursveit U21 karla. JR-A U21
Sigursveit U18 drengja. JR-A U18
Sigursveit U15 drengja. JR-A U15