Dagana 4-5 desember fer fram Baltic Sea Championships sem haldið er í Orimatilla í Finnlandi. Baltic Sea Championships er firna sterkt mót en keppendur eru rúmlega 500 frá 13 þjóðum. Meðal þátttakenda eru sex frá Íslandi en það eru þeir Aðalsteinn Björnsson, Daníel Árnason, Ingólfur Rögnvaldsson, Kjartan Hreiðarsson, Matthías Stefánsson og Nökkvi Viðarsson. Njóta þeir halds og trausts Loga Haraldssonar sem er þjálfari og fararstjóri. 4. Des er keppt í flokkum U18 og seniora 5. Des er keppt í flokkum U15 og U21. Hér í hlekk fyrir neðan er hægt að tengjast streymi mótsins og fyljgast með úrslitum mótsins, en þau eru uppfærð jafn óðum.

Streymi og úrslit – Baltic Sea Championships 2021