Baltic sea championships fór fram um helgina 4-5 desember, en það var haldið í Orimatilla Finlandi. Mótið er eitt það sterkasta sem er haldið á Norðurlöndum, en keppendur voru rúmlega 500 frá 13 þjóðum. Íslendingar áttu sex fulltrúa í U18, U21 flokkum en reyndu þeir síðar nefndu einnig fyrir sér í flokki seniora.

Bestum árangri náði Matthías Stefánsson þegar hann nældi sér í silfurverðlaun í -90 kg flokki í U21 aldursflokki. Sigraði hann Valter Woivalin (FIN) og Alfred Velut (SWE), báða á ippon. Mætti Matthías svo Karl Baathe (SWE) í úrslita glímu, en varð að játa sig sigraðan.

Ingólfur Rögnvaldsson átti gott mót en hann var nálægt því að glíma um verðlaun á mótinu í -66 kg flokki í U21 aldursflokki. Mætti hann Pierre Vuillier (FRA) í fyrstu umferð og sigraði Ingólfur á Ippon. Næst mætti Ingólfur, Olle Hermodsson (SWE), en Ingólfur laut í lægra haldi eftir snarpa viðureign. Hermodsson fór áfram og stóð uppi sem sigurvegari flokksins í lok dags. Ingólfur fékk uppreisnarglímu og mætti þar Rom Hovav (ISR). Ingólfur sigraði örugglega eftir að hafa skorað tvívegis. Því næst mætti hann Carl Kont, en sigurvegar þeirrar glímu myndi síðar glíma um bronsverðlaun. Kont sigraði viðureignina og tryggði sér svo bronsverðlaunin síðar um daginn.

Daniel Arnason keppti í -60 kg flokki í U21 aldurslfokki, mætti hann Mats Gerhardsen (NOR) og sigraði Daníel þá viðureign örugglega. Næst mætti Hann David Laborne (FRA), en Laborne hafði betur og fór því áfram. Daníel fékk uppreisnarglímu gegn Dennis Bjertnes. Daníel laut í lægra haldi eftir jafna glímu og endaði þar með í sjöunda sæti.

Aðrir íslenskir keppendur unnu ekki viðureignir að þessu sinni en voru virkilega nálægt því og er það góður fyrirboði um hvað koma skal. Hér að neðan má sjá öllu úrslit mótsins.

Úrslit – Baltic Sea Championships 2021