Á miðnætti tekur gildi ný reglugerð heilbrigðisráðherra um samkomutakmarkanir. Er fyrirhugaður gildistími 23. desember – 2. febrúar nema annað verði tilgreint. 

Sóttvarnar reglur JSÍ hafa verið uppfærðar í samræmi við nýja reglugerð og má sjá þær hér að neðan.

Sóttvarnarreglur JSÍ 22.12.2021

Eftirfarandi eru helstu atriði er snerta íþróttahreyfinguna: 

Helstu reglur í íþróttunum eru eftirfarandi:

  • 50 manna takmörk á æfingum og í keppni
  • 50 manna takmörk í áhorfendasvæðum þar sem hraðpróf eru ekki notuð en þó að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

200 manna takmörk í áhorfendasvæðum þar sem hraðpróf eru notuð að uppfylltum fleiri skilyrðum.

Til upplýsingar:Frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins.
Reglugerð heilbrigðisráðherra birt þann 21.desember.
Minnisblað sóttvarnalæknis frá 20. desember