(Frétt fengin af vef judo.is)

Jólamót/Afmælismót JR í kvenna og karlaflokkum var haldið föstudaginn 17. desember. Þetta er innanfélagsmót sem fyrst var haldið 2006 og var það nú haldið í fimmtánda skipti en það féll niður 2020 vegna Covid 19. Keppendur voru í færra lagi í ár eða aðeins tólf, sem sagt fámennt en góðmennt. Þyngdarflokkar voru sameinaðir og keppt var í fjórum flokkum, einum kvennaflokki +57 kg og þremur karlaflokkum, -66,-90 og +90 kg. Keppt er um farandbikara sem orðnir eru sögulegir en þeir eru áletraðir nöfnum fyrrum sigurvegara sem voru okkar bestu judomenn þess tíma. Tvö ný nöfn bætast nú á bikarana en Helena Bjarnadóttir sigaði í +57 kg flokki og Ingólfur Rögnvaldsson -66 kg flokki en hann hafði ekki áður keppt á þessu móti en það höfðu hinsvegar þeir Logi Haraldsson -90 kg og Þormóður Jónsson +90 kg gert en þeir voru að sigra í þriðja og fjórða skiptið. Starfsmenn voru þeir Þorgrímur Hallsteinsson sem sá um klukku og stigatöflu og Eiríkur Kristinsson um dómgæsluna og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Hér eru úrslitin og nokkrar myndir frá mótinu og vidoklippa.

Stúlkur +57 kg
Karlar -66 kg
Karlar – 90 kg
Karlar +90 kg