Þriðjudaginn 25. Janúar mun dómaranefnd JSÍ kynna og fara yfir nýjustu útgáfu dómarareglna IJF og áherslur. Þó nokkrar breytingar hafa átt sér stað í ár á reglum og því afar mikilvægt að sem flestir keppendur sem verða á meðal þátttakenda á RIG22. janúar næstkomandi sjái sér fært að mæta sem og þjálfarar klúbba til þessa að koma þessum upplýsingum til sinna keppenda.
Námskeið fer fram JR og hefst kl. 20:30.

Einnig er hægt að taka þátt í námskeiðinu í gegnum fjarfundarforrit teams. Til þess að fá fundarboð þarf að senda póst á jsi@jsi.is með nafni og kennitölu fyrir kl 18, 25. janúar. Ef viðkomandi vilja fá mætingu skráða og vera í netheimum þarf, hver og einn fá sitt eigið fundarboð. Þeir sem eru í netheimum geta átt von á því að fá spurningar frá kennurum.