Hópur Íslenskra Judomanna lagði leið sína til Svíþjóð, þar sem þeir tóku þátt í æfingabúðum 1-5 janúar. Æfingabúðirnar fara fram í Judo afreksmiðstöð(Elite Center) Malmö sem nýlega hefur verið sett á laggirnar. Æfingabúðirnar eru hluti af undibúningi landsliðsmannanna fyrir Reykjavik judo Open sem mun fara fram 29. Janúar, en von er á fjölmörgum sterkum erlendum keppendum. Þeir sem fóru í æfingabúðirnar eru þeir Árni Lund, Ingólfur Rögnvaldsson, Kjartan Hreiðarsson, Skarphéðinn Hjaltason, Andir Ævarsson, Matthías Stefánsson, Jakub Tomczyk og Hrafn Arnarsson. Einnig stóð til að Logi Haralsson færi í ferðina, en varð hann frá að hverfa þar sem hann greindist með covid í vikunni áður og var því í einangrun.