(Fréttaritari: Tryggvi Gunnarsson)  

Keppnin í Judohluta RIG var æsispennandi og óvænt úrslit litu dagsins ljós. Hörku glímur og falleg köst. Umgjörðin var öll hin glæsilegasta þrátt fyrir skrýtna tíma .

í  opnum flokki kvenna vann Emelie Sook frá Danmörku, hún vann jafnframt sinn þyngdarflokk sem var – 70 kg.  Hún var var jafnframt valin Judokona mótsins. Í Karlaflokki voru margar gríðarlega jafnar og spennandi glímur. Hápunktur mótsins var úrslitaglíma í opnum flokki þar sem Martin Pacek frá Svíþjóð sem vann sinn flokk + 100 kg og Mathias Madsen frá Danmörku sem vann sinn flokk -100 kg. Pacek er 34 ára gríðarlega reynslumikil og öflugur keppandi sem hefur meðal annars unnið alls 17 verðlaun á Grand Prix/Masters Mótaröðinni á vegum IJF (Alþjóða Judosambandið) heldur þar af eru 4 Gullverðlaun. Madsen er 22 ára og er einn allra efnilegasti Judomaður í sínum þyngdarflokki Meðal annars varð hann evrópumeistari í U23 flokki árið 2020. Því má í raun segja að æskan hafi sigrað reynsluna í opna flokknum. Mathias Madsen var jafnframt valinn Judomaður mótsins

 Af íslendingum á mótinu þá var frammistaða nýjasta íslendindgsins Zaza Simonishvili sem vann fjölmennastaflokkinn – 73 kg og barðist eins og ljón og var í raun óheppinn að ná ekki á pall í opna floknum. Kjartan Hreiðarsson endaði í 3ja sæti sem verður að teljast gríðarlega sterkt í 17 manna flokki. Árini Lund var gríðarlega flottur og endaði í 3ja sæti í -81 kg og tapaði í hörkuglímu á móti Michal Pfaf frá Tékklandi sem vann flokkinn og var það eina glíman sem hann tapaði.

Egill Blöndal keppti nú í -100kg flokki og stóða sig gríðar vel og tapaði í úrslitum fyrir títt nefndum Michael Madsen og endaði með silfur. Í sínum flokki.

Result-Reykjavík Judo Open 2022

Úrslit – Reykjavík Judo Open 2022