19. mars næstkomandi mun Judosamband Íslands bjóða upp á námskeið í formi fyrirlestra. Fyrirlesari er Robert Eriksson, sem var til margra ár landsliðsþjálfari Svía og er nú yfirmaður landsliðsmála (Elite Director) hjá sænska judosambandinu.

Í fyrirlestri sínum mun Eriksson fara yfir:

  • Skipulag og uppbygging landsliðs/afreksstarfs.
  • Uppbygging afreksjudomanns.
  • Uppbygging judoæfinga

Námskeiðið er ætlað stjórnarmönnum Judofélaga og þjálfurum judofélaga.

Judosamband Íslands hvetur öll þau félög sem ætla að sér að taka þátt í afreks/landsliðstarfi Judosambands Íslands að senda fulltrúa á námskeiðið.

Tímasetning: kl 9-15 laugardaginn 19. Mars

Staðsetning: Íþróttamiðstöð ÍSÍ. C- Salur

Námskeið er ókeypis en nauðsynlegt er að senda inn skráningu á jsi@jsi.is fyrir kl 18 á föstudaginn 18.mars