Daganna 23. og 24. Apríl fór fram Norðurlandameistamótið í Judo 2022. Mótið í ár var líklega eitt fjölmennasta judomót sem haldið hefur verið á Íslandi með rúmlega þrjúhundruð keppendum. Mótið var haldið síðast á Ísland1 2015, en fella þurfti niður keppni tvö ár í röð 2020 og 2021 vegna covid.

Flokkur fullorðina

Íslendingar unnu til sex verðlauna í flokki fullorðina. Karl Stefánsson sigraði +100kg flokkinn með yfirburðum, en Karl sigraði alla þrjá andstæðinga á ippon. Zaza Simonishvili sigraði -73kg flokkinn örugglega en hann vann allar þrjár viðureignir sínar á ippon.

Árni Lund vann til silfurverðlauna í -81kg flokki. Árni varð að játa sig sigraðan gegn Aku Laakonen frá Finnlandi, en þeir höfðu einnig mæst í úrslitum 2019, en þá hafði Árni betur.Daníela Daníelsdóttir hlaut silfurverðlaun í +78kg flokki.

Breki Bernharðsson og Egill Blöndal unnu báðir til bronsverðlauna í -90kg flokki. Breki sigrað fyrstu tvær viðureignir sínar en laut svo í lægra haldi gegn David Ivanian í undan úrslitum. Ivanian sigraði flokkinn seinna um daginn en Breki glímdi gegn Skarphéðni Hjaltasyni um bronsið og sigraði Breki þá viðureign. Egill tapaði naumlega sinni fyrstu viðureign en sigraði svo næstu tvær og tryggði sér þar með bronsverðlaun.

U21

Íslendingar unnu til fernra verðlauna í U21 aldursflokki. Matthías Stefánsson vann til silfurverðlauna í -100 kg flokki. Skarphéðin Hjaltason vann til bronsverðlauna í -90kg flokki og Kjartan Hreiðarsson og Aðalsteinn Björnsson unnu til bronsverðlaun í -73 kg flokki.

U18

7 Íslendingar voru skráðir til leiks í U18. Aðalsteinn Björnsson náði lengst þeirra en hann vann til bronsverðlauna í -73kg flokki. Aðalsteinn sigraði 2 af 3 viðureignum sínum. Næst lengst náði Birkir Bergsveinsson en hann hafnaði 5. Sæti einnig í -73 kg flokki.

Veterans

Í veterans flokkum þ.e. 30 ára og eldri unnust þrenn gullverðlaun. Bjarni Skúlason (JR) sigraði með algjörum yfirburðum M3-100 kg flokkinn, Jón Þór Þórarinsson (JR) sigraði í M1-90 kg flokki og Davið Kratsch (JR) í M1-73 kg flokki. Silfurverðlaun hlutu þau Máni Andersen (JR) M4-90 kg, Janusz Komendera (JR) M3-66 kg, Piotr Latkowski (UMFG) M4-73 kg og Edda Tómasdóttir (KA) F3-78 kg og bronsverðlaun hlutu þeir Ari Sigfússon (JR) M4-90 kg og Garðar Sigurðsson (JR) í M6-81 kg flokki.

Liðakeppni

Íslenska liðið var skipað af:

-57 kg Weronika Kommandera

-73 kg Kjartan Hreiðarsson/Zaza Simonishvili

-63 kg Helena Bjarnadóttir

-90 kg Egill Blöndal/Breki Bernhardsson

+70 Daníela Daníelsdóttir/ Edda Tómasdóttir

Íslenska sveitin sigraði liðakeppnina sannfærandi.

Ísland sigraði Færeyjar 6-0 og lið Álandseyja 4-2

 

Hér að neða má sjá öll úrslit mótsins

Nordic Judo Championships 23-24. apríl 2022 (jsi.is)

Nordi Judo championships 24. apríl 2022 (Teams)