Ársþing Judosambands Íslands, það 51 í röðinni var haldið laugardaginn 22. maí 2022 og hófst það kl. 11. Jóhann Másson formaður JSÍ setti þingið og bauð þingfulltrúa og gesti velkomna.

Gengið var til venjubundinnar dagskrár, kosið var í kjörbréfanefnd sem þegar tók til starfa og aðrar fastar nefndir þingsins og starfsmenn. Í kjörbréfanefnd voru kjörnir Bjarni Friðriksson, Gunnar Jóhannesson og Hans Rúnar Snorrason.

Í fjárhagsnefnd voru kjörnir Gísli Egilson, Arnar Ólafsson og Hans Rúnar Snorrason. Í laga og leikreglnanefnd vour kjörnir Sigmundur Magnússon, Árni Björn Ólafsson og Bjarni Friðriksson. Í alsherjarnefnd voru kjörnir Jón Hlíðar Guðjónsson, Gunnar Jóhannesson og Aleksandra Lis.

Fundarstjóri var kjörinn Arnar Freyr Ólafsson og ritari Ari Sigfússon. Kjörbréfanefnd skilaði áliti sínu. Níu félög höfðu rétt á þingsetu með átján fulltrúa en sjö félög voru mætt með fimmtán atkvæði. Júdódeild Þróttar Vogum og Júdódeild Tindastóls skiluðu ekki inn kjörbréfum. Af óviðráðanlegum ástæðum var einn þingfulltrúi UMFS fjarverandi en kjörbréfanefnd tók ekki umboð gilt vegna formgalla og því hafði UMFS eitt atkvæði í stað tveggja.

Fráfarandi stjórn gaf skýrslu og kynnti Jóhann Másson formaður JSÍ hana (sjá hlekk hér neðar). Jóhann flutti minningarorð um Svavar Carlsen sem féll frá í febrúar síðastliðnum. Svavar var einn af frumkvöðlum judoíþróttarinnar á Íslandi.

Arnar Freyr Ólafsson kynnti ársreikning JSÍ, árskýrsla JSÍ. Ársreikningur var borinn upp til samþykktar og var samþykktur. Stjórn JSÍ lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár. Arnar Freyr Ólafsson. kynnti tillöguna og var hún send til umfjöllunar í fjárhagsnefnd.

Fyrir þinginu lágu þrjár tillögur en nánari umfjöllun um nefndarálit, tillögur og atkvæðagreiðslur má sjá í fundargerð þingsins.

Kosningar í nefndir, stjórn JSÍ, varamanna í stjórn og skoðurnarmanna

Í aganefnd voru kosnir Teitur Sveinsson, Jón Egilsson og Víkingur Víkingsson. Til vara voru þeir Tryggvi Gunnarsson, Daníel Reynisson og Halldór Sveinsson.

Kosning stjórnar og varamanna stjórnar. Kosning aðalmanna til tveggja ára: Kjósa átti um fjóra aðalmenn í ár en í kjöri voru fjórir aðilar. Tillaga kom að eftirfarandi mönnum í aðalstjórn. Arnar Freyr Ólafsson, Bjarni Skúlason, Karen Rúnarsdóttir og Gísli Egilson. Fráfarandi stjórnarmaður var Kristján Daðason sem ekki gaf kost á sér. Allir aðilar voru kosnir einróma.

Kosning varamanna til eins árs: Kjósa á um þrjá varamenn en tillaga kom um þrjá, Sigmundur Magnússon (1. Varamaður), Aleksandra Lis (2. Varamaður), Logi Haraldsson (3. Varamaður). Allir aðilar voru kosnir einróma.

Skoðunarmaður reikninga. Runólfur Gunnlaugsson er sjálfkjörinn skoðunarmaður reikninga og Gísli Jón Magnússon sjálfkjörinn varamaður.

Þingslit voru um 13:45

Hér má sjá Ársskýrslu JSÍ

Fundargerð 51. Ársþings