Í nótt lögðu fimm íslenskir Judomenn leið sína til Danmerkur þar sem þeir munu taka þátt í alþjóðlegum æfingabúðum í Amager, Danmörku. Æfingabúðirnar eru ætlaðar drengjum og stúlkum fæddum á tímabilinu 2007-2004. Æfingabúðirnar eru liður í undirbúniningi fyrir EYOF (European youth Olympic festival) sem fram fer  í lok júlí í Slóvakíu. Í æfingabúðunum taka þátt (sjá mynd frá vinstri): Þjálfari, Zaza Simionishvili, Skarphéðinn Hjaltason, Nökkvi Viðarsson, Mikael Ísaksson, Daron Hancock, Aðalsteinn Björnsson.