Jakub Tomczyk (Umfs) og Skarphéðinn Hjaltason (JR) er nú um þessar mundir staddir í Banska Bistrica, Slóvakíu ásamt landsliðsþjálfara Zaza Simonishvili en taka þeir þátt í Ólympíuhátíð æskunnar (EYOF).  Á EYOF kemur saman ungt fólk frá öllum löndum Evrópu og keppa í hefðbundnum íþróttagreinum við bestu mögulegu aðstæður. Þátttaka á EYOF er góður vettvangur til að öðlast alþjóðlega keppnisreynslu og miða sína getu við bestu jafnaldra Evrópu. Hátíðin sem venjulega fer fram annað hvert ár átti upphaflega að fara fram 2021 en var frestað vegan kórónuveirufaraldursins. Á leikunum eru um það bil 3000 þátttakendur frá 48 löndum Evrópu og keppa í 10 íþróttagreinum. . Ísland verður með keppendur í 8 íþrótta[1]greinum að þessu sinni, þ.e. í handknattleik karla, júdó, hjólreiðum, frjálsíþróttum, badminton, fimleikum, tennis og sundi. Auk keppenda sendir ÍSÍ fagteymi til hátíðarinnar og fararstjóra og er hópurinn því ansi fjölmennur eða 63 manns.

Jakub og Skarphéðinn keppa 28 júlí kl 10 á staðartíma en tímamismunur er +2 tímar. Hér er hægt að sjá nákvæmar tímasetningar mótsins.

Áhugasamir eru hvattir til þess að fylgjast með gangi mála á Instagramsíðu ÍSÍ @isiicelandFacebooksíðu ÍSÍ sem og hér á heimasíðu ÍSÍ.

Gestgjafar leikanna í Slóvakíu halda einnig úti frétta- og samfélagsmiðlum. Hér er hægt að skoða vefsíðu hátíðarinnar en einnig verður hægt að fylgjast með á Instagram (@eyof2022) og Facebook.