Æfingbúðir JSÍ fóru fram dagana 9.-11. september og voru þátttakendur um það bil 30 frá fimm félögum. Æfingabúðirnar voru ætlaðar judoiðkenndum í aldursflokkum U18, U21 og seniora sem stefna á keppni íþróttinni en ennig var judofólk sem stundar íþróttina sér til gamans einnig velkomið. Dagskrá æfingabúðanna samanstóð af randoriæfingum (glímuæfingum) og sértækum tækni- og þrekæfingum fyrir judo. Einnig að þessu sinni var boðið upp á námskeið í hámarsknýtingu orku, súrefnis og endurheimt, sem hluti af æfingabúðunum.