Nú um þessar mundir, eða daganna 26-29 september er hópur íslenskra landsliðsmanna í judo við æfingar í Malmö, Svíðþjóð. Það eru þeir Egill Blöndal, Kjartan Hreiðarsson, Ingólfur Rögnvaldsson og Skarphéðinn  Hjaltason ásamt landsliðsþjálfara Zaza Simonishvili.

Æfingabúðirnar bera yfirskriftina Nordic Training camp Malmö og eru þær skipulagðar af sænska judosambandinu og fara æfingar fram í afreksmiðstöðinni í Baltiska Hallen.

Æfingabúðirnar eru liður í landsliðsundirbúningi en næsta lansliðsverkefni sem er framundan er Evrópumeistaramót smáþjóð sem fram fer 5-6 nóvember.