Sveitakeppni Judosambands Íslands var haldin í Judofélagi Reykjavíkur 18. nóv. Keppnin hefur verið haldin frá árinu 1974 og var þetta því í 46 skiptið sem keppnin fór fram, en þrisvar á þessu tímabili hefur þurft að fella hana niður. Tvisvar vegna veðurs, og svo 2020 vegna Covid veirufaraldrarins. Einungis Judofélag Reykjavíkur skráði sveitir til keppni að þessu sinni. Er það áhyggjuefni að ekki áttu fleiri félög skráðar sveitir í þessari sögufrægu keppni. Þess má geta að fyrir covid voru að jafnaði 16-20 sveitir sem öttu kappi frá 5-6 félögum.

Í karlaflokki voru þrjár sveitir skráðar til leiks í sveitakeppni karla og voru það A, B og C sveitir JR (Judofélags Reykjavíkur. Keppt var í einum riðli og allir kepptu við alla. Sveit JR A endaði með 9 vinninga og hlaut  90 tæknistig og stóð uppi sem sigurvegari. Er þetta níunda skiptið í röð sem sveit JR sigrar sveitakeppnina, en í heildina hefur JR unnið 21 skipti. Í öðru sæti hafnaði sveit JR B með 5 vinninga og 50 tæknistig.

Í flokki U21 karla voru tvær sveitir skráðar til leiks. Voru það A og B sveitir JR. Sigraði sveit JR A með 4 vinningum og 40 tæknistigum gegn 0 vinning 0 tæknistigum.

Í flokki drengja U15 mætust A, B sveitir JR. Var keppni  sveitanna jöfn en sveit JR A sigraði með 5 vinngum og 50 tæknistigum gegn 0 vinningum 0 tæknistigum sveit JR B.

Um dómgæslu sáu Eiríkur Kristinsson, Jakob Burgel Ingvarsson, Marija Dragic Skúlason og Sævar Sigursteinsson(Yfirdómari).

Hér fyrir neðan má sjá úrslit mótsins, riðla og viðureignir mótsins og myndir af sigursveitum mótsins.

Karlasveit-riðill  – Viðureignir
Karlar U21-riðill  – Viðureignir
Drengir U15-riðill – Viðureignir