Á morgun leggja keppendur íslensku U18/senior landsliðanna leið sína til Luxembourg þar sem þeir munu taka þátt í Evrópumeistaramóti Smáþjóða 2022. Þetta er fyrst skipti sem mótið fer fram í þessari mynd, og er það vottað af Evrópska Judosambandinu (EJU). Heildarfjöldi 109 keppenda frá 8 þjóðum en þær eru: Andorra, Kýpur, Færeyjar, Ísland. Liechtenstein, Luxembourg, Malta og San Marino.

Einstaklingskeppni fer fram 5. nóvember og liðakeppni 6. Íslenski hópurinn tekur aðeins þátt í einstaklingskeppninni að þessu sinni. Hægt er að fylgjast með mótinu á vef IJF.

Vefur IJF seniors

Vefur IJF U18

Nánari upplýsingar um drátt mótsins og beina útsendingu verða birtar hér á síðunni um leið og þær liggja fyrir.

Íslenski hópurinn

U18 Landslið:

Nökkvi Viðarsson -66kg, Romans Psengjis -66kg, Daron Hancock -73kg, Aðalsteinn Björnsson -73kg, Mikael Ísaksson -73.

Senior:

Ingólfur Rögnvaldsson -66kg, Kjartan Hreiðarsson -73kg, Egill Blöndal -90kg, Skarphéðinn Hjaltason -90kg, Karl Stefánsson +100.

Þjálfarar og farastjórar:

Jóhann Másson Formaður JSÍ/fararstjóri, Þormóður Árni Jónsson Framkvæmdatjóri JSÍ/farastjóri, Zaza Simonisvhili Landsliðsþjálfari.

Mynd frá síðustu sameignlegri æfingu fyrir Evrópumeistaramót Smáþjóða 2022.