
Evrópumeistaramót Smáþjóða (GSSE) í Judo fór fram í dag, 5. Nóvember, Í Luxembourg. Þetta var í fyrsta skipti þar sem mótið var haldið og því voru fyrstu Evrópumeistarar Smáþjóða krýndir í dag. Fram að þessu hafa iðulega níu þjóðir keppt á GSSE en það eru Andorra, Ísland, Kýpur, Liechtenstein, Luxembourg, Malta, Monako, Svartfjallaland og San Marino. Í þessu móti eru ekki eru skráðir keppendur frá Svartfjallalandi né Monako en hinsvegar eru Færeyingar með keppendur og einnig Úkranía svo þátttökuþjóðirnar voru níu og keppendur alls 109.
- Karl Stefánsson 1.sæit +100kg
- Egill Blöndal 1.sæti -90kg
Íslenskir keppendur voru alls tíu á mótinu. Fimm í karlalandsliði og fimm unglingalandsliði U18. Í karlaflokki var það árangur Egils Blöndal og Karls Stefánssonar sem stóð upp úr, en báðir unnu til gullverðlauna. Egill Blöndal sigraði -90kg flokk karla, mætti hann Raphael Schwendinger frá Lichtenstein í úrslitum. Egill glímdi af miklu öryggi og náði að tryggja sér sigur með armlás þegar um það bil þrjár mínútur voru liðnar af glímunni. Karl Stefánsson sigraði Edvard Johannesen frá Færeyjum í úrslitum +100kg flokksins.
Í keppni unglinga U18 var það frammistaða Aðalsteins Björnssonar og Darons Hancock sem stóð upp úr, en mættust þeir í úrslitum -73kg flokksins. Aðalsteinn tryggði sér titilinn eftir hörku viðureign.
Öll nánari úrslit mótsins má finna í hlekknum hér fyrir neðan og myndir af íslensku keppendunum.