Glæsilegt 50 ára afmælismót Judo Sambands Íslands(Reykjavik Judo Open) fór fram á afmælisdegi sambandsins 28. janúar. Reykjavik Judo Open er Judomótshluti af hinum Alþjóðlegu Reykjavíkur leikum 2023 (RIG23).

Keppnin var æsispennandi og óvænt úrslit litu dagsins ljós. Hörku glímur og falleg köst. Umgjörðin var öll hin glæsilegasta því miður voru 6 erlendir keppendur sem ekki náðu til landsins vegna erfiðra flugsamgangna. Keppendur sem komu frá Spáni náðu ekki til landsins fyrr en kl 2 um nóttina fyrir mótið.

í  opnum flokki kvenna vann Emelie Dando FRA hún vann jafnframt sinn þyngdarflokk sem var – 63 kg.   Það voru margar gríðarlega jafnar og spennandi glímur bæði karla og kvennamegin. Framganga hinar ungu og bráð efnilegu Helenu Bjarnadóttur sem er rétt 15 ára gömul að keppa á sínu fyrsta alþjóðlega móti í fullorðins flokki en hún endaði með brons í sínum þyngdarflokki – 63kg og tapaði svo naumlega í bronsglímu í opnaflokki kvenna.  Ingunn Sigurðardóttir vann sinn flokk -78 kg örugglega.

Hápunktur mótsins var úrslitaglíma í opnum flokki þar sem Davit Imerlishvili frá Gerogíu sem hafði fyrr um daginn sigrað -100 kg flokkinn hafði betur gegn hinum unga og bráðefnilega  Tomas Raska frá Tékklandi sem hafði sigrað +100 kg fyrr um daginn. En Tomas er aðeins 18 ára og er einn allra efnilegasti Judomaður í sínum þyngdarflokki í Evrópu og er annar sterkasti þungaviktari Tékklands á eftir Olympímeistaranaum Lukas Krapalek sem einmitt kom hingað til lands í tengslum við þetta mót fyrir nokrum árum .

Af Íslendingum á mótinu þá var frammistaða Zaza Simonishvili sem vann sinn þyngdarflokk – 73 kg og barðist eins og ljón og vann brons í opna floknum. Þess má geta að Zaza var nýlega ráðinn Landsliðsþjálfari Íslands .

Árni Pétur  Lund var gríðarlega flottur og endaði í 3ja sæti í -90 kg og tapaði í hörkuglímu á móti Frantisek Lhotzsky frá Tékklandi sem vann flokkinn og var það eina glíman sem hann tapaði í sínum flokki.

Verðlaun afhentu Jóhann Másson, formaður JSÍ og Hafsteinn Pálsson, varaforseti ÍSÍ. Þess má geta að Hafsteinn var viðstaddur stofnfund JSÍ 1973.

Öll úrslit í heild sinni

Myndir frá mótinu 28. janúar

Myndir frá verðlaunaafhendingu

Myndir frá sameiginlegri æfingu keppenda sem haldin var 29. janúar