Nýr þjálfari hefur verið ráðin til starfa hjá Judodeild UMF Selfossi, George Bountakis og kemur frá Spörtu í Grikklandi.

Georgios er 6. Dan í Judo og hefur áratuga reynslu af þjálfun íþróttamanna og sérstaklega judo.

Auk menntunar og reynslu frá Grikklandi hefur George sótt menntun sína og reynslu til Japan þar á meðal TSUKUBA og TOKAI háskólanna og talar hann japönsku.

BSc gráðu í íþróttaþjálfun lauk hann frá Cambridge háskóla 2016 og doktors námi frá Hertfordshire háskóla 2023 með judo sem sérgrein.

George var einn af landsliðsþjálfurum Grikklands um árabil.  Þá þjálfaði hann landsliðskeppendur Olympíuleika fyrir 3 lönd Grikkland, Welsh og Stóra-Bretland.

Ein af nemendum hans var Ioulietta Boukouvala sem náði að vinna til fjölda gullverðlauna á sterkestu judomótum heims.

Fyrir Judosamband Wales (UK) bjó George til sérhæft kennsluefni ætlað fyrir judoþjálfara til kennslu fyrir börn og unglinga.

Þá hefur Georgios þjálfað lögreglu og sérsveitir hersins í Grikklandi, og verða slíkar sérhæfðar æfingar í boði á næstunni hjá Judodeild Selfossi.

Hér hefur aðeins verið drepið á það helsta en við hjá Judodeild UMF Selfossi bjóðum George velkominn til starfa.