RIGA SENIOR EUROPEAN CUP fer fram 18-19 mars. Þátttakendur eru 190 frá 4 heimsálfum og 24 þjóðum, 131 karlar og 59 konur. Mótið er hluti af Evrópubikar mótaröð EJU og eru margir sterkir keppendur skráðir til leiks. Gísli Egilson er á meðal þátttakenda og 19. mars í 81 kg flokki og eru keppendur þar tuttugu og tveir. Keppnin hefst kl. 7 í fyrramálið að Íslenskum tíma og á Gísli tíundu viðureign á velli 2. Gísli situr hjá í fyrstu umferð og mætir Damian Szwarnowiecki keppanda frá Póllandi sem er í 167. sæti heimslistans (Wrl). Ef að vel gengur og hann vinnur POL þá er hann kominn í 16 manna úrslit. Mótið er í beinni útsendingu og til að horfa á þarf að hafa (IJF account) og er hann frír og notast aftur og aftur. Hér er keppnisröðin og drátturinn í öllum flokkum og linkur á mótið og frekari upplýsingar