Þeir Ari Sigfússon og Þorgrímur Hallsteinsson þreyttu 2. dan gráðupróf laugardaginn 11. mars og stóðust það með ágætum. Alllangur tími er liðinn síðan þeir fóru síðast í gráðupróf en Ari tók 1. dan 2017 eða fyrir sex árum og liðin eru tíu ár frá því að Þorgrímur tók 1. dan en það gerði hann 2013. Eins og flestir vita eða hafa tekið eftir þá er nánast ekkert judomót haldið hér á landi án þess að þeir félagar komi ekki að því en þeir hafa alla jafnan séð um mótsstjórn og eða komið að undirbúningi móta með einhverjum hætti og hafa gert um árabil. Tækniráð annast allar dan gráðanir og voru prófdómarar þeir Björn Halldórsson 5. dan og Garðar Skaftason 4. dan. Við óskum þeim til hamningju með áfangann.