Einstaklingskeppni í Judo á Smáþjóðleikunum á Möltu fór fram í gær. Heildarfjöldi þátttakenda var 70, 46 karlar og 24 konur þar af voru 10 íslenskir keppendur.

Íslenska liðið uppskera íslenska liðsins úr einstaklingskeppninni voru tvenn bronsverðlaun.

Árni Pétur Lund vann til bronsverðlauna í -90kg flokki karla. Árni sigraði Nicolas Grinda frá Möltu í fyrstu umferð. Í undanúrslitum mætti Árni Paolo Persoglia frá San Marínó. Árni skoraði Waasari snemma í viðureigninni, en Persoglia tókst að svara fyrir sig með vel tímasettri gagnsókn um mínútu síðar og skoraði ippon og tryggði sér þar með sæti í úrslitum. Árni keppti um bronsverðlaun þar sem hann mætti liðsfélaga og frænda, Skarphéðni Hjaltasyni. Árni tryggði sér svo bronsverðlaunin þegar hann skoraði waazari með drop seonage sem hann fylgdi eftir með fastataki þegar glímutími var um það bil hálfnaður.

Egill Blöndal Ásbjörnsson vann til bronsverðlauna í -100 kg flokki karla. Í viðureigninni um þriðjasætið mætti Egill Raphael Schwendinger frá Lichtenstein. Glíman var jöfn framan a fen Egill glímdi skynsamlega og þegar um það bil ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma hafði Schwendinger fengið tvenn refsistig en Egill einungis eitt. Schwendinger neyddist því til að sækja meira og glíman opnaðist, þetta náði Egill að nýta sér þegar hann skoraði ippon með glæsilega tímasettu kasti og tryggði sér jafnframt bronsverðlaunin.

Aðrir íslenskir keppendur unnu ekki til verðlauna í einstaklingskeppninni en þeir sem náðu hvað lengst voru:

Helena Bjarnadóttir 5. Sæti í -63ig flokki kvenna.

Skarphéðinn Hjaltason 5. Sæti í -90kg flokki karla.

Weronika Komendera 5. Sæti í -52kg flokki kvenna.

Hér má sjá nánari úrslit mótsins:

Úrslit GSSE Judo 23

Hér má sjá streymi frá mótinu:

Streymi GSSE judo 23

 

Nokkrar myndir frá einstaklingskeppni í Judo Smáþjóðaleikar.