Átta iðkendur frá Selfossi og Reykjanesi fóru til Grikklands ásamt George Bountakis í æfingabúðir í fimm daga. Tveimur af þeim dögum var Masashi Ebinuma, þrefaldur heimsmeistari og tvöfaldur bronshafi á Ólympíuleikum, með tæknilega kennslu.

Eftir æfingabúðirnar í Grikklandi fóru þau beint til Króatíu á Ólympíuþjálfunarmiðstöð (Olympic Training Center) skipulagt af Evrópska Judosambandinu (EJU).

Það verður gaman að fylgjast með þeim og sjá framfarirnar eftir þessa ferð.