Birmingham Junior European Cup (U21 árs) hefst í dag og eru þar fimm íslenskir keppendur ásamt Gísla Egilson fararstjóra og þjálfara. Keppendur okkar í Birmingham eru þeir Kjartan Hreiðarsson og Daron Hancock sem keppa í dag, laugardag, í -73 kg flokki og í -81 kg flokki eru þeir Böðvar Arnarsson og Mikael Ísaksson sem keppa á morgun, sunnudag, ásamt Skarðhéðni Hjaltasyni í – 90 kg flokki. Keppnin hefst báða dagana kl. 9 að morgni að íslenskum tíma og hægt er að fylgjast með í beinni útsendingu og einnig er hægt að finna allar upplýsingar um keppnina, úrslit og fleira hér á vef IJF. Að lokinni keppni taka við tveggja daga æfingabúðir hjá strákunum. Hér er umfjöllun um mótið á vef EJU.