Liðakeppni á Smáþjóðaleikunum fór fram í dag. Í liðakeppni er keppnisfyrirkomulagið á þá leið að keppt er í þrem flokkum karla -66kg(-60kg og -66kg), -81kg(-73kg og -81) og -100kg. Íslenska liðið var skipað Aðalsteini Björnssyni og Kjartani Hreiðarssyni í -81kg og Árna Lund og Agli Blöndal í -100kg. Íslenska liðið hafði engan keppanda í -66kg þar sem Romans Psenicnijs var frá keppni vegna meiðsla.

Íslenska liðið drógst gegn San Marínó í fyrstu umferð. Aftur á móti dróg San Marínó lið sitt úr keppni vegna meiðsla. Íslenska liðið sat því hjá í fyrstu umferð og mætti Monaco í annarri umferð.

Eins og fyrr segir þurfi íslenska liðið að gefa viðureignina í -66kg flokknum. Í -81kg flokknum mætti Kjartan Hreiðarsson Marc Elie Gnamien frá Monaco. Kjartan keppir venjulega í -73kg en Gnamien í -81kg og var því á brattan að sækja fyrir Kjartan. Fór viðureigninin á þann veg að Gnamien skoraði ippon um miðja glímu. ´-100kg mætti Árni Lund Franck Vatan. Árni sigraði sannfærandi með tveimur wazaari köstum. Lokastaðan var því 1-2 Monaco í vil fóru þeir því áfram í undanúrslitin.

Ísland fékk uppreisnarviðureign gegn Lichtenstein. Eins og áður byrjaði Íslenska 0-1 undir þar sem ekki var keppandi í -66kg. Í -81kg flokknum sigraði Kjartan Hreiðarsson, Tristan Frei og var því staðan 1-1. Í -100kg flokknum mætti Egill Blöndal Raphael Schwendinger. Viðureignin var mjög jöfn og eftir venjulegan glímutíma hafði hvorugur aðilinn skorað. Að lokum hafði Schwendinger betur þegar Egill fékk sitt þriðja refsistig fyrir að brjóta upp grip andstæðingsins á ólöglegan hátt. Ísland tapaði því gegn Lichtenstein 1-2. Öll nánari úrslit mótsins má finna hér að neðan.

Liðakeppni Smáþjóðaleikanna 2023: Úrslit

Myndir frá mótinu má finna hér: Myndir