Jóhann Másson formaður JSÍ stígur tímabundið til hliðar.

Vegna veikinda hefur Jóhann, formaður JSÍ, ákveðið að stíga til hliðar tímabundið.  Ari Sigfússon nýr varaformaður JSÍ mun taka við sem starfandi formaður á meðan Jóhann einbeitir sér að sýnum bataferli.

Bjóðum Ara velkominn til starfa og óskum eftir góðum stuðning við hans störf um leið og við hvetjum hann til góðra verka.

Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar var skipt stöðum og er stjórn skipuð á eftirfarandi hátt.

Formaður: Jóhann Másson
Varaformaður: Ari Sigfússon
Gjaldkeri: Arnar Freyr Ólafsson
Ritari: Daníela Rut Daníelsdóttir
Meðstjórnandi: Ásgeir Erlendur Ásgeirsson
Meðstjórnandi: Gísli F. Egilson
Meðstjórnandi: Karen Rúnarsdóttir
1. Varamaður: Sigmundur Magnússon
2. Varamaður: Aleksandra Lis
3. Varamaður: Logi Haraldsson