Í dag 19. nóvember náði Karl Stefánsson (Judodeild Ármanns) þeim frábæra árangri að vinna til bronsverðlauna á  Yaonde African Open í Kamerún sem er svokallað Continental open mót.
Átta keppendur voru skráðir til leiks í +100kg flokknum og fór keppnin fram með útsláttarfyrirkomulagi. Í fyrstu umferð, sem jafnframt voru fjórðungsúrslit sigraði Karl á móti Brice Herman Bimai Bend frá Kamerún eftir 59 sekúndna viðureign.
Í undanúrslitum tapaði Karl fyrir Mbagnick Ndiaye frá Senegal sem endaði sigurvegari dagsins.
Karl vann svo til bronsverðlauna í gullskori á móti Tontu Velem frá Kamerún. JSÍ óskar Karli til hamingju með árangurinn og góðs gengis í næstu verkefnum, en þau eru m.a. Hong Kong Asian open sem fer fram helgina 25.-25. nóvember og Tokyo Grand slam 2.-3. desember.