Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að einfalda heimasíðu JSÍ. Heimasíðan var full af tómum síðum með einu pdf-skjali og allar síðurnar voru á toppstiku síðunnar.  Núna er búið að taka allar pdf-skrár og stofnuð ein síða fyrir þær allar.  Allar skrár eru samt með sömu flokka og áður okkur til hægðarauka. Skrársafn JSÍ er fyrsti tengill síðunnar á topp-stiku jsi.is og bein slóð á hana er jsi.is/gogn/
Með þessu verður einnig auðveldara að finna efni í gegnum farsíma.

Við vonum að þið sem notið jsi.is verðið sátt við breytingarnar. Ef þið finnið ekki skrár sem voru í fyrri uppsetningu, endilega sendið línu á hansrunar@gmail.com.

Ef þið eruð með hugmynd að breytingum sem þið viljið sjá á jsi.is megið þið gjarnan senda okkur línu. Allar góðar hugmyndir eru vel þegnar.