Alþjóða júdósambandið (IJF) og Evrópska júdósambandið (EJU) hafa sýnt júdóhátíðinni Kids Kata Festival mikinn áhuga og leggja áherslu á mikilvægi þess að efla kötu meðal yngri iðkenda. Bæði Evrópska júdósambandið og Alþjóðlega júdósambandið hafa skrifað ítarlegar fréttir um viðburðinn sem haldinn var hér á Íslandi. Einnig má segja að til marks um miklar áherslur þessa stóru sambanda var meðal annars þátttaka lykilmanna eins og dr. TOTH Laszlo, forseta EJU.