Á heimasíðu Evrópska judosambandsins er hjartnæm og falleg frásögn um hana Tíalilju sem er 8 ára Íslensk stúlka með einhverfu. Hún fann félagsskap og upplifði sig tilheyra í Judoklúbbi Reykjanesbæjar. Þrátt fyrir höfnun frá öðrum íþróttagreinum opnaði judoið dyr sínar fyrir henni og bauð ekki bara upp á íþrótt heldur fjölskyldu. Þessi saga varpar ekki aðeins ljósi á eðli judosins fyrir alla, heldur undirstrikar hún einnig mögulegan ávinning íþróttarinnar fyrir börn með sérþarfir.

Í greininni er fjallað um rannsóknir sem hafa sýnt fram á umtalsverðar framfarir í hegðun og félagsfærni einhverfra einstaklinga með þátttöku með því að stunda judo. Evrópska judosambandið notar sögu Tíalilju til að veita innblástur og hvatningu, þar sem grunngildi judosins og hlutverk þess í að hlúa að styðjandi samfélagi fyrir alla eru sýnd. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Evrópska judosambandsins.