Landsliðið San Marínó leikana 2017

Smáþjóðaleikarnir 2017 verða haldnir í San Marínó 29. maí til 3. júní og hefur landsliðið verið valið sem mun keppa þar og eru það eftirfarandi aðilar. Ásta Lovísa Arnórsdóttir -63 kg (JR), Anna Soffía Víkingsdóttir -78 kg (Draupnir), Gísli Vilborgarson -73 kg (JG), Sveinbjörn Iura -81 kg (Ármann), Egill Blöndal -90 kg (Selfoss), Grímur Ívarsson -100 kg (Selfoss) og Þormóður Jónsson +100 kg (JR). Með þeim í för verður Jón Þór Þórarinsson landsliðsþjálfari og Jón Hlíðar Guðjónsson liðsstjóri. Einstaklingskeppnin fer fram 31. maí og liðakeppnin 2. júní. Hópurinn hefur æft saman síðustu vikur og gerir áfram út þessa viku  en myndin sem fylgir þessari frétt var tekin á einni æfingunni. Á myndina vantar Önnu Soffíu, Grím og Jón Hlíðar liðsstjóra.