Það voru rúmlega áttatíu keppendur sem tóku þátt í vel heppnuðu Vormóti JSÍ í yngri aldursflokkum á Akureyri í dag. Mótið var í umsjón KA og fórst þeim það vel úr hendi, hægt var að fylgjast með framvindu mótsins á netinu og auk þess var bein útsending frá því á KA-TV sem var alveg frábært og alveg sérstaklega fyrir þá sem ekki komust á mótsstað til að fylgjast með sínum mönnum. Hér eru úrslitin.